Sögur, kvæði og kviðlingar 2015
Bókin Sögur, kvæði og kviðlingar inniheldur, líkt og Stökur, ljóð og sagnasafn er kom út 2014 blandað efni, og um hana má segja það sama og Bjarni E Guðleifsson sagði m. a. um Fyrstu bók.
,,Kristján frá Gilhaga (f. 1944) er Skagfirðingur sem hefur verið búsettur á Akureyri síðustu árin. Til skemmtunar hefur hann safnað saman ýmsum fróðleik og skemmtisögum sem hann miðlar áheyrendum, sögum af sjálfum sér og öðrum. Oft kryddar hann frásagnir með eigin kveðskap eða leggur gátuvísur fyrir áheyrendur. Þetta hefti inniheldur ýmislegt af því sem Kristján hefur skemmt mönnum með; lífsreynslusögur, drauma, dulræn fyrirbæri, skemmtisögur, skondnar mannlýsingar, stökur, ljóð og gátuvísur, efni sem hentar vel til skemmtunar og afþreyingar. þar má geta um drauma og dulræn fyrirbæri, lífsreynslusögur og gamansögur af mörgum toga, enn fremur kveðskap með ýmsum hætti, hefðbundin ljóð, stökur, gjarnan með skýringum sem og gátuvísur”.
Og þá er hér til viðbótar ljóðaþáttur Sigurlaugar Stefánsdóttur frá Gilhaga, brot af hennar kveðskap og hefur ekki birtst fyrr á prenti
Þá eru einnig til skemmtunar og skýringa á texta, fjölmargar teikningar sem lífga verulega uppá lesninguna.