Mitt hjartans mál


Verð 1.200 kr.

Ég gaf út í maí/júní 1995 hljómdiskinn og snælduna Mitt hjartans mál. Þar er að finna 15 sönglög við ljóð eftir mig. Öll eru þau með danshljómsveitarundirleik nema eitt, það er sálmurinn: Ljósið á kertinu sem lifir, þar sem leikið er undir sönginn á orgel Glaumbæjarkirkju. Einnig kom út á haustdögum 1995 nótnabókin, Mitt hjartans mál. Þar eru þau 15 lög sem á hljómdisknum eru, að þremur lögum viðbættum. Lögin eru útsett fyrir fjölbreytilega möguleika í söng, einsöng, tvísöng, þrísöng, fjórsöng, söng karlakóra og blandaðra kóra. Allmörg laganna eru með skrifuðum nótum fyrir píanóundirleik.